Firefox á íslensku

Hér er að finna heimasvæði Firefox vafrans á íslensku.
Þetta er verkefni sem er á hraðri ferð og hér verður að finna pakki sem lýsir stöðu þýðingarinnar á hverjum tíma.
Við kvetjum ykkur til þess að setja þetta upp og prófa. og endilega ekki hika við að senda athugasemdir eða ábendingar á okkur.

Íslenskupakka dagsins er að finna hér og nægir að smella á hann til að setja hann upp.
Þó er meira en líklegt að Firefox muni aðvara ykkur um að vefþjónninn www.ra.is hafi ekki heimild til að setja inn hugbúnað (er ekki gaman að vera á öruggum vafra ?) en það ætti að vera óhætt fyrir ykkur að leyfa það engu að síður :)
Þegar pakkinn er uppsettur þarf að endurræsa Firefox. Og til þess að nota Íslenskuna þarf að ræsa hann með viðföngunum -UILocale is-IS

Dæmi: firefox -UILocale is-IS

Fyrir þá sem nota windows:

breyta bara lnk í "C:\Program Files\Mozilla Firefox\firefox.exe" -UILocale is-IS

Ekki er mælt með því að setja inn nýrri útgáfu af is-IS pakkanum án þess að henda út þeirri gömlu fyrst.